24.11.2010 | 20:13
Ekkert nýtt
Það er ekkert nýtt að íslenskir námsmenn þurfi að lifa á hafragraut og þurru brauði. En það sem verra er er að þessi baggi fylgir námsmönnum oft næstu 40 árin í formi afborganna. Á öðrum norðurlöndum hefur jú tíðkast að stærstur hluti greiðslna frá ríkinu sé í formi styrkjar. Hér er einnig frítt að fara í gegn um háskólanám, en á Íslandi tíðkast að rukka um skólagjald eða "innritunargjald". Það er ekki beint hvetjandi að gerast námsmaður fyrir þá sem huga að því þessa stundina, aukið atvinnuleysi hefur væntanlega dregið úr eftirspurn eftir námsmönnum í hlutastörf og þeim sem vinna nógu mikið með skóla er auðvitað refsað með skerðingu námslána.
Stærsti löstur íslenska námslánakerfisins hlýtur þó að vera útborgunarkerfið, því þetta er eina kerfið á norðurlöndum sem ekki greiðir út fyrr en eftir lok annar. Þetta þýðir að námsmenn neyðast til að fara í bankann og taka rándýr yfirdráttarlán til að brúa bilið (vissulega á bestu fáanlegu kjörum þegar rætt er um slík lán) hafi þeir ekki nóg milli handanna fram yfir áramótin. Þetta á kannski ekki við þá sem búa heima hjá mömmu og pabba, en landsbyggðarkrakkar lenda oft í súpunni.
Ég er þeirrar skoðunnar að það muni ekki skaða ríkið að auka útgjöld í þennan málaflokk, heldur hjálpa til að auka hagvöxt og skila sér á endanum í kassann því þessir peningar fara oftar en ekki í neyslu - húsaleigu, matarinnkaup o.þ.h. og virka þannig sem örvun á efnahagskerfið, lítil, en engu að síður nauðsynleg.
Kjör námsmanna ekki í takt við raunveruleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 37
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mætti líka skoða kjör þeirra sem eru í verklegunámi. Ég sjálf er að læra iðngrein og hef tekjur upp á 120.þús á mánuði sem er engan vegin nóg. Samt eru vinnuveitendur mínir ekki að borga mér nemalaun því það væri hrein mannvonska að bjóða fólki þau! Er með eitt barn á framfæri og ef maðurinn minn myndi missa vinnu sína veit ég ekki hvernig maður færi af!
Ásrún (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.