Færsluflokkur: Bloggar
6.12.2010 | 21:33
Sérstakt
Campbell: Leikmenn í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2010 | 13:27
Þriggja hreyfla vél
Tupolev Tu-154 eru þriggja hreyfla vélar:
"Tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar farþegaþota nauðlenti á Domodedovo flugvelli í Moskvu eftir að drapst á þremur af fjórum hreyflum hennar. Flugvélin rann út af flugbrautinni eftir lendinguna." (upprunaleg frétt mbl.is 4.des. 2010).
Það drapst því á öllum hreyflunum, ekki 3 af 4, sbr.
"Selv om alle flymotorer svigtede, lykkedes det et russisk fly at nødlande. To blev dræbt, da flyet kørte af landingsbanen." (www.berlingske.dk 4. des. 2010).
Flugvél nauðlenti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2010 | 06:24
Skilaboð
Kannski skilaboðin geti verið túlkuð á mismunandi hátt, en það er alla vega kannski ein niðurstaða að það sé ekki rétti tíminn til að kalla saman stjórnlagaþing og kannski er ekki einhugur hjá þjóðinni um nauðsyn breyttrar stjórnarskrár.
Menn geta svo beygt túlkun dræmrar kjörsóknar í allar áttir til að komast að hentugri niðurstöðu sem hentar hverjum og einum.
Slakasta þátttaka frá 1944 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2010 | 20:13
Ekkert nýtt
Það er ekkert nýtt að íslenskir námsmenn þurfi að lifa á hafragraut og þurru brauði. En það sem verra er er að þessi baggi fylgir námsmönnum oft næstu 40 árin í formi afborganna. Á öðrum norðurlöndum hefur jú tíðkast að stærstur hluti greiðslna frá ríkinu sé í formi styrkjar. Hér er einnig frítt að fara í gegn um háskólanám, en á Íslandi tíðkast að rukka um skólagjald eða "innritunargjald". Það er ekki beint hvetjandi að gerast námsmaður fyrir þá sem huga að því þessa stundina, aukið atvinnuleysi hefur væntanlega dregið úr eftirspurn eftir námsmönnum í hlutastörf og þeim sem vinna nógu mikið með skóla er auðvitað refsað með skerðingu námslána.
Stærsti löstur íslenska námslánakerfisins hlýtur þó að vera útborgunarkerfið, því þetta er eina kerfið á norðurlöndum sem ekki greiðir út fyrr en eftir lok annar. Þetta þýðir að námsmenn neyðast til að fara í bankann og taka rándýr yfirdráttarlán til að brúa bilið (vissulega á bestu fáanlegu kjörum þegar rætt er um slík lán) hafi þeir ekki nóg milli handanna fram yfir áramótin. Þetta á kannski ekki við þá sem búa heima hjá mömmu og pabba, en landsbyggðarkrakkar lenda oft í súpunni.
Ég er þeirrar skoðunnar að það muni ekki skaða ríkið að auka útgjöld í þennan málaflokk, heldur hjálpa til að auka hagvöxt og skila sér á endanum í kassann því þessir peningar fara oftar en ekki í neyslu - húsaleigu, matarinnkaup o.þ.h. og virka þannig sem örvun á efnahagskerfið, lítil, en engu að síður nauðsynleg.
Kjör námsmanna ekki í takt við raunveruleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2010 | 09:43
Skrípaleikur í mörgum þáttum.
Hef lengi velt fyrir mér þeim rökum sem liggja að baki því að kalla saman landsdóm og hvernig niðurstaðan gat orðið að aðeins Geir Haarde verði dreginn fyrir hann og ekki aðrir ráðherrar sem Alþingi greiddi atkvæði um. Það krefst að líkindum öllu lengri umfjöllunar en tími gefur efni til að sinni, en nú er ljóst að skrípaleikurinn mun kosta þessa fjármuni og því ljóst að kostnaður muni að líkindum fara langt fram úr þeim ávinningi sem af þessu gefst, ef nokkur er. Ég held að þetta lýsi vel íslenskum stjórnmálum í dag (og kannski langt aftur til fortíðar) sem einkennast af algjörum amatörisma, og ekki bara í tíð Haarde og aðdraganda falls bankanna.
Maður verður að velta fyrir sér, eins og hvert annað mannsbarn á Íslandi í dag hvort ekki hefði verið skynsamlegt að nota þennan pening annars staðar, s.s. í heilbrigðiskerfinu sem er ein rjúkandi rúst samkvæmt núverandi fjárlögum.
Landsdómur kosti 113 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2010 | 09:16
Blogg
Hérna mun ég fjalla um þjóðfélagsmál, íslensk sem erlend og alþjóðamál. Einnig íþróttir og tónlist og annars allt sem liggur á hjarta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 37
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar